Síðastliðið haust ákvað stjórn FFR að fela Benedikt Jóhannessyni stærðfræðingi hjá Talnakönnun hf. að skoða og leggja mat á launaþróun forstöðumanna í samanburði við sambærilega hópa hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði.
Á félagsfundi sem haldinn verður á TEAMS fimmtudaginn 5. febrúar kl. 11:00 mun Benedikt kynna niðurstöður skýrslunnar og svara fyrirspurnum félagsmanna.
Nánari upplysingar um skýrsluna og skráningu hafa verið sendar til félagsmanna.