Fundargerð félagsfundar 10. mars 2010

Fundargerð félagsfundar 10. mars 2010

Miðvikudaginn 10. mars 2010 var haldinn í Reykjavík félagsfundur í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana. Á fundinum var rætt um félagsaðild og réttinda- og kjaramál og kynntar niðurstöður og tillögur tveggja starfshópa sem skoðað hafa þau mál. Hér má sjá fundargerð fundarins.

Fundarefni: Félagsaðild og réttinda- og kjaramál.

Fundarstaður og fundartími: Grand Hótel kl. 08:30.

Fundarstjóri: Magnús Guðmundsson.

Dagskrá

1. Magnús Guðmundsson formaður FFR, inngangsorð.

Fundarstjóri bauð fundarmenn velkomna. Félagið er á 24. aldursári og búið að taka út þroskann. Við stöndum á tímamótum, mikið er leitað til félagsins af stjórnsýslunni. Félagið hefur myndað baklandsteymi til stuðnings við félagsmenn. Þurfum að ákveða hvar við ætlum að vera varðandi kjaramálin. Félagið er virkur tengiliður við stjórnvöld. Mikið samstarf er við Stofnun stjórnsýslufræða. Formaður rifjaði upp markmið félagsins frá árinu 2006 og einnig hvað væri nú á döfinni hjá félaginu.

2. Ingibjörg Guðmundsdóttir formaður vinnuhóps um félagsaðild. Helstu niðurstöður hópsins og tillögur um næstu skref. Sjá glærur Ingibjargar G.

3. Ingibjörg Sverrisdóttir formaður vinnuhóps um réttinda- og kjaramál. Helstu niðurstöður hópsins og tillögur um næstu skref. Sjá glærur Ingibjargar S.

4. Umræður og fyrirspurnir.
Að loknum kynningum á niðurstöðu starfshópanna tveggja fóru fram umræður með þátttöku margra fundarmanna. Tillögur starfshópanna fengu í meginatriðum góðar undirtektir.

5. Samantekt fundarstjóra.
Mikilvægt er fyrir stjórnina að hafa baklandið í lagi. Samhljómur er um tillögur hópanna og verður unnið frekar með þær og tillögur gerðar að lagabreytingum sem kynntar verða fyrir félagsmönnum fyrir aðalfund, í samræmi við lög félagsins. Uppfæra þarf félagið í takt við tímann.
Gera ætti viðhorfskönnun meðal félagsmanna.

Fundarstjóri þakkar fundinn.
Fundi slitið kl. 9:40.
31 félagsmaður sótti fundinn.
Fundargerð: Ingibjörg S. Guðmundsdóttir

Print Friendly, PDF & Email