Heimsókn til Náttúrufræðistofnunar fimmtudaginn 20. nóvember nk.

Fimmtudaginn 20. nóvember næstkomandi býður Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstjóri Náttúrufræðistofnunar, félagsmönnum að heimsækja stofnunina og kynnast starfseminni. Náttúrufræðistofnun tók til starfa 1. júlí 2024 en þá sameinuðust þrjár rótgrónar og sérhæfðar stofnanir; Náttúrufræðistofnun Íslands, Landmælingar Íslands og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn. Dagskrá hefst kl. 15:00 og hafa nánari upplýsingar verið sendar til félagsmanna.