RSS-veita Fjármála- og efnahagsráðuneytið

  • Þenslan í rénun – aukið jafnvægi í þjóðarbúinu
    Markmið stjórnvalda um aukið efnahagslegt jafnvægi, minni verðbólgu og að skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta ganga hratt eftir. Efnahagsumsvif standa nú nokkurn veginn í stað eftir alls 13% hagvöxt undanfarin tvö ár. Kólnun umsvifa á sér stað nokkuð þvert á atvinnugreinar að undanskildum byggingariðnaði.
  • Búið að semja við um þriðjung af starfsfólki ríkisins
    Samninganefnd ríkisins hefur gert kjarasamninga við þriðjung af starfsfólki ríkisins. Sameyki, stærsta stéttarfélagið innan BSRB, undirritaði fyrst allra kjarasamninga snemma í júní og í kjölfarið undirrituðu fleiri BSRB félög og Starfsgreinasambandið.
  • Framhald á ráðstöfun eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
    Þann 23. júní sl. voru samþykkt á Alþingi lög um ráðstöfun eignarhlutar í Íslandsbanka hf. Lögin fela í sér að hlutur ríkisins í bankanum verði seldur í markaðssettu útboði eða útboðum.
  • Nýr tækniskóli rís í Hafnarfirði
    Nýr tækniskóli rís við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn undirrituðu skuldbindandi samkomulag þess efnis í dag. Næstu skref eru undirbúningur hönnunar og framkvæmdar með áætluð verklok haustið 2029.
  • Skýrsla starfshóps um breytingar á gildandi fyrirkomulagi launa æðstu embættismanna
    Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á gildandi fyrirkomulagi launaákvarðana æðstu embættismanna, sem skipaður var í nóvember 2023, hefur skilað áfangaskýrslu með tillögum sínum um breytt viðmið við launaákvarðanir æðstu embættismanna.