Árnessjóður er orlofssjóður embættismanna. Sjóðurinn leigir orlofshús og úthlutar orlofsstyrkjum til sjóðsfélaga til að njóta orlofsgistinga vegna ferða hér á landi eða erlendis.

Aðild að Árnessjóði

Samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins miðast aðild við að greitt hafi verið til sjóðsins mánaðarlega í sex mánuði. Sjóðurinn miðar við skrá yfir sjóðsfélaga sem fjármála- og efnahagsráðuneytið tekur saman, annars vegar 1. janúar ár hvert og hins vegar 1. júlí. Sem dæmi, hafi forstöðumaður verið skipaður 1. október þá fær viðkomandi aðild að sjóðnum 1. júlí árið eftir.

Aðgangur að heimasíðu Árnessjóðs

Heimasíða Árnessjóðs er arnessjodur.is en þar þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Forstöðumenn fá aðgang að heimasíðu sjóðsins á sama tíma og þeir fá aðild.

Úthlutunarreglur Árnessjóðs má nálgast hér og samþykktir sjóðsins hér.

Senda má fyrirspurnir um Árnessjóð á [email protected]