Stofnanir í nýju fjölmiðlaumhverfi – almannatengsl og samfélagsmiðlar 5. október 2016

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við HÍ og Félag forstöðumanna ríkisstofnana kynna morgunverðarfund:

Stofnanir í nýju fjölmiðlaumhverfi – almannatengsl og samfélagsmiðlar:
Er einhver leið að bregðast við eða vera með fyrirbyggjandi ráðstafanir?

Morgunverðarfundur, miðvikudaginn 5. október nk., kl. 8:30-10:00 á Grand hótel Reykjavík.
Morgunverður frá kl. 8:00,  er innifalinn í þátttökugjaldinu sem er kr. 5.800-

Opinber starfsemi snertir líf flest allra Íslendinga. Almenningur gerir miklar kröfur um góða þjónustu og hefur með tilkomu samfélagsmiðla mun fleiri leiðir en áður til að láta skoðanir sínar í ljós og gerir það óspart. Stjórnendum hins opinbera nægir því ekki lengur að fylgjast með eða koma efni að í fréttum ljósvakamiðla eða prentmiðlum. En er nokkur leið að fylgjast með samfélagsmiðlum að þessu leyti eða reyna með einhverjum hætti að bregðast við eða vera með fyrirbyggjandi aðgerðir?

Þrír fyrirlesarar glíma við að gefa við þessu svör og gefa stjórnendum hjá hinu opinbera góð ráð í þessum flókna veruleika.

Dagskrá:
8:30-8:50     Þegar allir fá rödd. Baldvin Þór Bergsson, fréttamaður og háskólakennari
8:50-9:20    Orðspor á bláþræði – nýtt umhverfi samfélagsumræðu og fjölmiðla. Andrés Jónsson, almannatengill.
9:20-9:40    Samfélagsmiðlar – gagn eða ógagn?  Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala.
9:40-10:00    Umræður og spurningar úr sal.

Fundarstjóri:  Björn Karlsson, formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.

Print Friendly, PDF & Email