Fundargerð morgunverðarfundar 27. janúar 2010 um horfur í ríkisfjármálum 2010-2013

Fundargerð morgunverðarfundar 27. janúar 2010 um horfur í ríkisfjármálum 2010-2013

Miðvikudaginn 27. janúar 2010 héldu Samtök atvinnulífsins í samráði við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands morgunverðarfund um horfur í ríkisfjármálum 2010-2013. Hér má sjá fundargerð fundarins og glærur fyrirlesara.

Fundarefni: Horfur í ríkisfjármálum 2010-2013 og nauðsynleg viðbrögð.

Aðstandendur fundarins: Samtök atvinnulífsins í samráði við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.

Fundarstaður og fundartími: Grand Hótel kl. 08:30.

Fundarstjóri: Guðbjartur Hannesson formaður fjárlaganefndar Alþingis.

Dagskrá

1. Margrét S. Björnsdóttir hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands setti fundinn og fól Guðbjarti Hannessyni fundarstjórnina.

2. Staðan í Ríkisfjármálunum – hvað þarf að gera fram til ársins 2013. Björn Rúnar Guðmundsson skrifstofustjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Sjá glærur Björns Rúnars.

3. Þarf róttækar breytingar á ríkisfjármálunum? Frosti Ólafsson hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Sjá glærur Frosta.

4. Umbætur í fjárlagagerð. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís. Sjá glærur Sjafnar.

5. Umræður undir stjórn Ólafar Nordal alþingismanns. Í panel voru auk frummælenda Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri SA, Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík og Ólafur Darri Andrason forstöðumaður hagdeildar Alþýðusambands Íslands.

Ólafur Darri Andrason: Telur að við séum á réttri leið. Staðan býður upp á ný tækifæri. Skapa þarf samstöðu. Hugsa þarf ríkiskerfið upp á nýtt. Nýta þarf heilbrigðis-, mennta- og félagslega kerfið sem best.

Katrín Ólafsdóttir: Horfa þarf á útgjöldin og forgangsraða. Mikil tækifæri eru í sameiningum.

Hannes G. Sigurðsson: Minnir á langtímaáætlun ríkisstjórnarinnar í fjármálum 2009. Við erum komin út á ystu mörk í skattahækkunum,70 milljarða skattahækkanir eru 8% af landsframleiðslu. Nú þarf að lækka ríkisútgjöldin.

Fyrirspurn úr sal: Það er skorður á stefnumótun, hvernig sjáið þið 20/20 sóknaráætlunina í þessu?
SS: Vantar kynningu á sóknaráætluninni.
HGS: Sú vinna er of skammt á veg komin til þess að hægt sé að svara spurningunni.

Fyrirspurn úr sal: Er ekki hoggið of nærri velferðarkerfinu? Standa þarf vörð um stofnanir – varar við meiri einkavæðingu.
FÓ: Það er einföldun að einkavæðing sé rót vandans.

Fyrirspurnir úr sal: Hvernig drögum við saman ríkisreksturinn? Hvaða stofnanir eigum við? Hvað eru þær að gera? Hvað gætu þær gert? Hvernig fer með yfirfærslu fjárheimilda milli ára? Hver er fyrirmynd forstöðumanna í öldurótinu? Hver eru viðbrögðin gagnvart stofnunum sem fara umtalsvert fram úr fjárlögum?

BRG: Horfa þarf á öll þessi skipulagsmál með opnum huga. Nú er tækifæri til endurskoðunar. Engar patent lausnir eru til. Róttækar breytingar eru nauðsynlegar.

HGS: Það skortir á kynningu. Það eru þrengdar heimildir til flutnings fjárheimilda á milli ára.

KÓ: Framúrkeyrsla á fjárlögum undanfarin ár er vandamál – refsiákvæði vantar. Nauðsynlegt er að góður stjórnandi geti flutt á milli ára.

ÓDA: Þriggja ára áætlun er nauðsynlegur rammi. Setja þarf reglur um viðurlög við framúrkeyrslu fjárlaga.

SS: Kallar eftir langtímaáætlunum.

FÓ: Hvernig á forstöðumaður í hinu nýja Íslandi að vera? Láta heildarhagsmuni ráða för – skera niður sérhagsmuni – minnka þjónustuframboð. Viðhalda heilbrigðis-, mennta- og félagskerfinu vel. Tala málefnalega afstöðu. Leggja áherslu á fjárfestingar og verðmætasköpun.

Ólöf Nordal þakkaði fyrir góðan fund.

Fundi slitið kl. 10:05.

Mjög góð aðsókn var að fundinum.

Fundargerð: Ingibjörg Guðmundsdóttir

Print Friendly, PDF & Email