Fundargerð málþings um sóknaráætlun 20/20 til eflingar atvinnulífi og samfélagi um land allt

Fundargerð málþings um sóknaráætlun 20/20 til eflingar atvinnulífi og samfélagi um land allt

Málþing um sóknaráætlun 20/20 til eflingar atvinnulífi og samfélagi um land allt var haldið 14. janúar 2010. Hér má sjá fundargerð frá málþinginu sem og glærur fyrirlesara.

Aðstandendur málþingsins: Forsætisráðuneytið og Félag forstöðumanna ríkisstofnana.

Fundarstaður og fundartími: Grand hótel, Reykjavík, 14. janúar 2010. Morgunverður og skráning var frá kl. 8:00 og var fundargjald á mann kr. 1.850. Fundur hófst 08:30 og stóð til 10:00.

Fundarstjóri: Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana.

Bakgrunnur: Á fundinum verður kynnt sóknaráætlun stjórnavalda sem nú er unnið að og fengið hefur nafnið 20/20.

Miðlun fundarins: Í lok fundar verða glærur fyrirlesara settar á vefinn www.ffr.is (fundur ekki sendur út á netinu).

Dagskrá

Fundarstjóri setur málþingið og þakkar forsætisráðuneytinu fyrir samstarfið við undirbúninginn.

1. Sóknaráætlun, markmið, skipulag og afurðir. Fyrirlesari Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Sjá glærur Svandísar og Kristins.

2. Staða einstakra verkþátta 20/20 sóknaráætlunar. Fyrirlesari Kristinn T. Gunnarsson verkefnisstjóri. Sjá glærur Svandísar og Kristins.

Einnig talaði Arnar Þór Másson frá fjármálaráðuneytinu um að verið væri að endurskipuleggja opinbera þjónustu með hagræðingu og eflingu að markmiði. Fjármálaráðuneytið er búið að fækka skattstjórum úr 9 í 1. Nú verður farið í sérhæfingu einstakra skattstofa. Þetta er varnarbarátta.

3. Umræður og fyrirspurnir.

Spurt var um samþættingu áætlana, eftirfylgni og val verkefna.
KTG: Samþætting – reynt að draga alla að borðinu. Val verkefna – út úr þessu komi skýr forgangsröðun.
SS: Erum að opna á milli ráðuneyta. Nú hefur hver ráðherra endanlegt vald í sínum málaflokki.
Spuning úr sal: Ráðherraræðinu þarf að breyta – kallar þetta ekki á fjölskipað stjórnvald?
SS: Kallar alla vega á umræðu um það.
AM: Nefnd er að endurskoða lög um Stjórnarráð Íslands.
Spuning úr sal: Er samstarf ráðuneytanna gott í þessu verkefni?
KJG: Já verkefnisstjóri vottar það að samstarfið er gott.
Spuning úr sal: Hvað með samfélagsleg gildi s.s lýðheilsu?
KJG: Þau hafa sinn sess í þessu. 20 milljónir voru settar í verkefnið á s.l. ári og 25 milljónir á þessu ári.

Fundarstjóri: Það er mikil þekking og kraftur í opinberum stofnunum. Upplýsingamiðlum í stefnumótun er lykilatriði til að hún nái fram að ganga.

Málþingi slitið kl. 10:00.

Um 35 manns sótti málþingið.

Fundargerð: Ingibjörg Guðmundsdóttir

Print Friendly, PDF & Email