Eru forstöðumenn skúrkar?
Á síðustu dögum ársins 2014 fengu forstöðumenn ríkisstofnana ónotaleg skilaboð frá stjórnvöldum um að þeir stæðu í vegi fyrir áformum um hagræðingu og góðan rekstur ríkisstofnana. Var mörgum forstöðumanninum verulega brugðið við þennan lestur enda ekki annað vitað en að í hverri stofnun hafi verið unnið í anda hagræðingar og góðrar stjórnsýslu. Borghildur Erlingsdóttir, formaður FFR, kom fram fyrir hönd forstöðumanna í ágætu viðtali á Mbl. í kjölfarið. Með því að smella á „meira“ hnappinn má sjá greinarnar í Morgunblaðinu.