Áskoranir í ríkisrekstri

Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála bjóða til morgunverðarfundar þriðjudaginn 11. mars á Grand hótel Reykjavík, Gullteigi, kl. 8.00-10.00. Morgunverður frá kl. 8. Dagskrá hefst kl. 8.30.

Áskoranir í ríkisrekstri
Hverjar eru meginlínur opinbers rekstrar eftir hrun?

Þátttökugjald kr. 4.400, morgunverður innifalinn.
Skráning á morgunverðarfundinn

Mikill niðurskurður hefur átt sér stað hjá hinu opinbera á undanförnum árum. Samhliða niðurskurði eru áfram kröfur um óbreytt eða aukið þjónustustig opinberra stofnana. Þrír framsögumenn munu fjalla um þetta viðfangsefni. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, sem einnig sátu í hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar, ræða um leiðir til takast á við núverandi vanda í ríkisrekstri. Auk þeirra kemur Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum og flytur erindi um þær áskoranir sem forstöðumenn opinberra stofnana standa frammi fyrir.

Dagskrá:

1.        Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar.
2.        Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar
3.        Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á Suðurnesjum.

Að erindum loknum verða hringborðsumræður með framsögumönnum ásamt Eyþóri Björnssyni, fiskistofustjóra, Borghildi Erlingsdóttur, forstjóra Einkaleyfastofunnar og Ársæli Guðmundssyni, formanni Skólameistarafélagsins.

Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála

 

Print Friendly, PDF & Email