Svar Kjararáðs við erindi Umboðsmanns Alþingis

Eins og félagsmönnum mun vera kunnugt hefur Félag forstöðumanna ríkisstofnana leitað til Umboðsmanns Alþingis með kvörtun er tengist samskiptum félagsins og félagsmanna FFR við Kjararáð.

Umboðsmaður Alþingis sendi Kjararáði bréf þar sem farið er fram á svör ráðsins við all mörgum atriðum sem tíunduð eru í því bréfi.
Eins og félagsmönnum mun vera kunnugt hefur Félag forstöðumanna ríkisstofnana leitað til Umboðsmanns Alþingis með kvörtun er tengist samskiptum félagsins og félagsmanna FFR við Kjararáð.

Umboðsmaður Alþingis sendi Kjararáði bréf þar sem farið er fram á svör ráðsins við all mörgum atriðum sem tíunduð eru í því bréfi. Kjararáð hefur svarað þessu erindi Umboðsmanns Alþingis og má lesa bréfið í heild sinni hér.

Í kjölfar þessa svarbréf Kjararáðs til Umboðsmanns Alþingis hefur hann í bréfi dagsettu 4. maí 2012 ritað FFR bréf þar sem óskað er eftir að félagið sendi umboðsmanni þær athugasemdir sem það telji ástæðu til að gera af því tilefni fyrir 18. maí nk. Að þeim tíma liðnum muni Umboðsmaður Alþingis taka ákvörðun um framhald málsins nema sérstaklega sé óskað eftir frekari fresti til að koma að athugasemdum.

 

Print Friendly, PDF & Email