Morgunverðarfundur um stefnumótun, áætlanagerð og árangursmælingar ríkisstofnana 9. okt.

Morgunverðarfundur um stefnumótun, áætlanagerð og árangursmælingar ríkisstofnana verður haldinn mánudaginn 9. október 2017, kl. 08:30 – 10:30, Hilton Reykjavík Nordica

Með lögum um opinber fjármál er lögð aukin áhersla á stefnumótun og áætlanagerð í ríkisfjármálum til lengri tíma. Þetta kallar á breytt vinnubrögð bæði ráðuneyta og stofnana. Fjallað verður um stefnumótun, áætlanagerð og árangursmælingar ríkisstofnana á morgunverðarfundi sem haldinn er af fjármála- og efnahagsráðuneytinu í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála. Ætlað forstöðumönnum ríkisstofnana og nánustu samstarfsmönnum sem koma að stefnumótun stofnana.

Fundurinn verður tekinn upp og upptaka gerð aðgengileg að honum loknum.

Dagskrá:

  • Stefnumótun – Hvernig raðast pússlin í eina heildarmynd, Marta Birna Baldursdóttir, sérfræðingur, fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  •  Aðferðafræði við stefnumótun og árangursmælingar, Kristinn Tryggvi Gunnarsson, ráðgjafi, Expectus
  •  Stefnumótun í ríkisrekstri – ráðuneyti og stofnanir, Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri velferðarráðuneytis og Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytisins
  •  Stefnumótun og áætlanagerð stofnunar, Jónas Ketilsson, yfirverkefnastjóri, Orkustofnun
  •  Nýtt áætlanakerfi ríkisaðila,  Steinunn Sigvaldadóttir, sérfræðingur, fjármála- og efnahagsráðuneytinu

 Fundarstjóri: Álfrún Tryggvadóttir, verkefnisstjóri innleiðingar á lögum um opinber fjármál

 Skráning á fundinn: http://stjornsyslustofnun.hi.is/morgunverdarfundur_910_um_stefnumotun_og_aaetlanagerd_rikisstofnana

 

 

 

 

Print Friendly, PDF & Email