Morgunverðarfundur 25.04.2012

Morgunverðarfundur 25.04.2012

Það var vel mætt á morgunverðarfund á Grand Hóteli þann 25. apríl þegar fjallað var um stjórnun og starfsmannamál ríkisstofnana þar sem kynntar voru niðurstöður viðamikillar könnunar á störfum og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana.

Það var vel mætt á morgunverðarfund á Grand Hóteli þann 25. apríl þegar fjallað var um stjórnun og starfsmannamál ríkisstofnana þar sem kynntar voru niðurstöður viðamikillar könnunar á störfum og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana. Ágústa Hlín Gústafsdóttir sérfræðingur í Fjármálaráðuneytinu og Ómar H. Kristmundsson Háskóla Íslands gerðu grein fyrir niðurstöðum viðamikillar könnunar á störfum og starfsskilyrðum forstöðumanna ríkisstofnana og Margrét Friðriksdóttir skólameistari Menntaskólans í Kópavogi kynnti tillögur starfshóps á vegum fjármálaráðuneytis og Félags forstöðumanna ríkisstofnana um hvernig bæta má stöðu og starfskílyrði forstöðumanna. Að loknum erindum voru pallborðsumræður þar sem Ómar, Ágústa og Margrét sátu fyrir svörum ásamt þeim Gunnari Björnssyni skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu og Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur lektor í stjórnsýslufræðum við Háskóla Íslands. Fundarstjóri var Magnús Guðmundsson formaður í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana.

Hægt er að nálgast hér glærur Ágústu og Ómars og glærur Margrétar eru hér.

Hægt er að lesa skýrsluna um niðurstöður könnunarinnar í heild sinni á vef Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála [Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála ]

Print Friendly, PDF & Email