Síðastliðið vor var ný vefsíða um nýsköpun hjá hinu opinbera opnuð, opinbernyskopun.island.is Vefsíðan er ætluð opinberum aðilum til þess að miðla nýsköpunarverkefnum sín á milli og endurnýta góðar hugmyndir og því er mikilvægt að opinberir vinnustaðir sendi inn verkefnislýsingar. Lögð er áhersla á að verkefnin séu að fullu innleidd og hafi skilað sér í auknu virði. Hugmyndin að vefsíðunni kom úr Nýsköpunarvoginni, sem er fyrsta könnunin á stöðu nýsköpunar hjá hinu opinbera hérlendis, en þar kom sú skoðun fram að þennan upplýsingavettvang vantaði.

Nýsköpunarmót, sem haldið verður 3. október nk. á Grand Hótel, er vettvangur fyrir opinbera aðila og fyrirtæki til að hittast. Opinberir aðilar setja fram áskoranir og óska eftir fjölbreyttum lausnum frá sprotum og fyrirtækjum. Ekkert kostar að taka þátt en nauðsynlegt er að skrá sig á mótið hér.

Print Friendly, PDF & Email