RSS-veita Fjármála- og efnahagsráðuneytið

  • Farsæl útgáfa ríkissjóðs á grænu skuldabréfi í evrum
    Ríkissjóður Íslands gaf í dag út grænt skuldabréf að fjárhæð 750 milljónir evra, jafnvirði um 111 milljarða króna. Skuldabréfin bera 3,5% fasta vexti og voru gefin út til 10 ára á ávöxtunarkröfunni 3,636%. Skuldabréfin eru gefin út undir sjálfbærum fjármögnunarramma ríkissjóðs.
  • Aukið valfrelsi í séreignarsparnaði í samráðsgátt
    Í drögum að frumvarpi sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram í samráðsgátt er lagt til að frelsi fólks til ávöxtunar á séreignarsparnaði verði aukið. Lagt er til að vörsluaðilum séreignarsparnaðar verði heimilað að verða við beiðni einstaklings um að iðgjöldum hans til séreignar verði varið til fjárfestingar í tilteknum sjóði eða sjóðum um sameiginlega […]
  • Umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins
    Alls bárust átta umsóknir um embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins, sem auglýst var í febrúar sl. Umsóknarfrestur rann út 7. mars sl.
  • Ísland.is með sjö tilnefningar til SVEF
    Verkefni á vegum Stafræns Íslands fá sjö tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna Verkefni sem Stafrænt Ísland vinnur að svo Ísland verði leiðandi í opinberri, stafrænni þjónustu fá sjö tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna, sem Samtök vefiðnaðarins (SVEF) veita á föstudag.
  • Lífskjör hafa óvíða vaxið jafn hratt og hér á landi undanfarin ár
    Hagvöxtur mældist 4,1% árið 2023 samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar og er það nokkuð meiri hagvöxtur en gert hefur verið ráð fyrir. Sömuleiðis endurskoðaði Hagstofan birtingu hagtalna fyrir árin 2020-2022 en verðmætasköpun reyndist markvert meiri á tímabilinu.