RSS Fjármála- og efnahagsráðuneytið

 • Svigrúm fjármálafyrirtækja aukið
  Að undanförnu hafa stjórnvöld undirbúið og hrint í framkvæmd ýmsum breytingum sem stuðla að hagkvæmari rekstri eða fjármögnun lánastofnana og auðvelda þeim að styðja við atvinnulífið.
 • 200 milljónir í aukin verkefni stofnana á sviði peningaþvættis, skattrannsókna og skatteftirlits
  Fjármagn verður aukið um 200 milljónir króna á þessu ári vegna aukinna verkefna stofnana ríkisins sem tengjast eftirliti og vörnum gegn peningaþvætti, skattrannsóknum og skatteftirliti, í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 19. nóvember 2019 um aðgerðir til að auka traust á íslensku atvinnulífi.
 • Starfshópur meti fjárveitingar til ofanflóðasjóðs
  Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að skipa starfshóp fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytisins og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem fer yfir framkvæmdaáætlun ofanflóðasjóðs og leggur til heildstætt mat á framkvæmdir við ofanflóðavarnir með áherslu á tímabil næstu fjármálaáætlunar fyrir árin 2021-2025 sem kynnt verður í vor.
 • Fundur um einföldun rekstrarumhverfis fyrirtækja með snjöllum lausnum
  Hvernig má einfalda rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja? Nordic Smart Government, sem er norrænt samstarfsverkefni, stendur fimmtudaginn 16. janúar fyrir fundi á Grand hótel um leiðir til að gera gera fyrirtækjum og stofnunum kleift að miðla og sækja viðskipta- og bókhaldsgögn á sjálfvirkan, snjallan, öruggan og fljótlegan hátt.
 • Ríkisstjórnin styrkir baráttuna gegn félagslegum undirboðum og brotum á vinnumarkaði
  Ákvæði um keðjuábyrgð sem sporna á við mögulegri misnotkun á vinnuafli hér á landi hefur verið innleitt í lög um opinber innkaup, en það er þáttur í aðgerðum stjórnvalda til að vinna gegn félagslegum undirboðum og brotum á vinnumarkaði.