RSS Fjármála- og efnahagsráðuneytið

 • Forkaupsréttur ríkisins í tengslum við frumskráningu Arion banka
  Fjármála- og efnahagsráðuneytið og Kaupþing hafa náð niðurstöðu um framkvæmd ákvæðis 3.6 í afkomuskiptasamningi íslenska ríkisins, Kaupþings hf. og dótturfélags þess Kaupskila ehf. frá 13. janúar 2016. Í ákvæðinu felst að forkaupsréttur ríkisins við sölu hlutabréfa í Arion banka skuli aðlagaður við skráningu bankans á markað.
 • Fátt breyst í rekstrarumhverfi á raforkumarkaði
  Fátt hefur breyst í rekstrarumhverfi á raforkumarkaði á þeim fimmtán árum sem liðin eru frá því að samkeppni um framleiðslu og sölu raforku var innleidd með raforkulögum og ekkert nýtt fyrirtæki fór inn á samkeppnishluta raforkumarkaðar fyrr en í fyrra. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra á ársfundi Landsvirkjunar í dag.
 • Meira traust með betri stafrænni þjónustu
  Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra situr nú fund ráðherranefndar um stafræna væðingu á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, sem haldinn er í Stokkhólmi. Fjármála- og efnahagsráðuneytið tók í lok árs í fyrra við öllum upplýsingamálum ríkisins og stefnumótun á því sviði og stendur nú fyrir sérstöku verkefni sem hefur það að markmiði að efla stafræna þjónustu hins […]
 • Fjármála- og efnahagsráðherra kjörinn varaformaður eigendanefndar EBRD
  Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var kjörinn varaformaður eigendanefndar Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD) á ársfundi bankans sem haldinn var við Dauðahafið í Jórdaníu dagana 9-10.maí.
 • Ingvar J. Rögnvaldsson settur ríkisskattstjóri
  Frá og með 1. maí 2018 hefur Ingvar J. Rögnvaldsson verið tímabundið settur til að gegna embætti ríkisskattstjóra.