RSS Fjármála- og efnahagsráðuneytið

 • Samið um styttri vinnuviku við fimm stéttarfélög
  Um helgina var undirritaður kjarasamningur milli fimm stéttarfélaga innan Bandalags háskólamanna og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs. Helstu tíðindi samningsins eru að vinnutími verður styttur og er breytingin í takt við það sem samið var um á almennum vinnumarkaði í vor. Markmið styttingarinnar er að bæta vinnustaðamenningu og starfsumhverfi starfsfólks. Í breytingunum felst líka […]
 • Skatturinn: Bætt þjónusta með nýrri og leiðandi upplýsingastofnun
  Í frumvarpi til laga um breytingar á tollalögum og fleiri lögum sem fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fyrir Alþingi er lagt til að embætti ríkisskattstjóra og tollstjóra verði sameinuð í öflugri og leiðandi upplýsingastofnun, Skattinum. Markmið breytinganna er að bæta þjónustu og hafa samþættingu, sjálfvirknivæðingu og stafræna opinbera þjónustu að leiðarljósi.
 • Norrænir fjármálaráðherrar funduðu í Washington
  Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, stýrði fundi norrænu fjármálaráðherranna í Washington í morgun, sem fram fór samhliða ársfundum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans sem ráðherrarnir sækja einnig. Fundinn sóttu ráðherrar Danmerkur, Finnlands, Færeyja, Grænlands, og Noregs auk staðgengils fjármálaráðherra Svíþjóðar.
 • Ný öryggisvottun hjá Tollstjóra tryggi samkeppnishæfni í inn- og útflutningi
  Tollstjóri hefur sett á laggirnar öryggisvottunina „viðurkenndir rekstraraðilar“ (AEO vottun). AEO er alþjóðleg gæðavottun sem felur í sér að fyrirtæki er talið vera öruggur hlekkur í aðfangakeðjunni, hefur tileinkað sér ábyrga tollmeðferð og uppfyllir kröfur um alþjóðlega vöruflutninga.
 • Listaverkið Tákn á þaki Arnarhvols
  Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 6 milljónum kr. af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur.